Söngsveitin Fílharmónía flytur áhrifamikið tónverk Tryggva M. Baldvinssonar við töfrum gæddan texta Halldórs Laxness.  Verkið var samið fyrir tæpum sex árum á hálfrar aldar afmæli kórsins og er nú flutt öðru sinni með einvalaliði tónlistarmanna. Sif Tulinius fer fyrir þrjátíu manna hljómsveit og einsöngur er í höndum þeirra Ingibjargar Guðjónsdóttur og Snorra Wium. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.
Heimsljós – íslensk sálumessa er í átta þáttum og tekur um klukkustund í flutningi. Tónleikarnir hefjast kl. 20 með stuttri samantekt Halldórs Guðmundssonar og Silju Aðalsteinsdóttur á bókmenntatextanum sem verkið byggir á, texta sem lætur engan ósnortinn og á sérstakan stað í hjörtum landsmanna.
Tónleikarnir verða í Langholtskirkju, sunnudaginn 13. mars kl. 20.Miða má kaupa hér:

https://midi.is/tonleikar/1/9454/Songsveitin_Filharmonia

jkull2-2-texti3