Best WordPress Theme based on Material Design - Materialize is a freemium WordPress theme developed by myThem.es

Stjórnandinn

 

MagnusMagnús Ragnarsson lauk mastersgráðu í kirkjutónlist frá Tónlistarháskólanum í Gautaborg og stundaði framhaldsnám í kórstjórn hjá prófessor Stefan Parkman við Háskólann í Uppsölum. Hann tók við stjórn Söngsveitarinnar Fílharmóníu í janúar 2006 og hefur flutt með henni nokkur stórverk, þ.á.m. Vesper solennes de confessore og Requiem eftir W.A. Mozart, messu í g-moll eftir J.S. Bach, Stabat Mater eftir J. Haydn, messu í As-dúr eftir F. Schubert, Carmina burana eftir Carl Orff og Þýska sálumessu eftir J. Brahms. Síðastnefnda verkið flutti Magnús með Söngsveitinni og Lutoslawski-fílharmóníuhljómsveitinni í Wroclaw í Póllandi við mjög góðar undirtektir.

Magnús tók við stjórn Sönghópsins Hljómeyki í ágúst 2006. Kórinn hefur einbeitt sér að nýlegri kórtónlist, bæði íslenskri og erlendri, og hefur frá upphafi verið í fremstu röð íslenskra kóra. Í maí 2008 tók Hljómeyki þátt í hinni virtu kórakeppni Florilège Vocal de Tours og varð hlutskarpast í flokki kammerkóra ásamt kammerkórnum Khreschatyk frá Úkraínu. Í umsögnum dómnefndar sagði meðal annars að Hljómeyki hefði fallegan hljóm og einkar hrífandi og hjartnæma túlkun. Magnús Ragnarsson var einnig álitinn einn af bestu kórstjórum keppninnar.

Magnús starfar nú sem organisti í Áskirkju og stjórnar kór kirkjunnar sem þrátt fyrir ungan aldur hefur náð að skipa sér í fremstu röð íslenskra kóra.

Sími: 698 9926
Netfang: magnus.ragnarsson @ gmail.com