Sunnudaginn 11. des. kl. 17.00 og
þriðjudaginn 13. desember kl. 20.00
verða í Langholtskirkju hinir árlegu aðventutónleikar okkar og í ár hefur þeim verið valin yfirskriftin Hin fegursta rósin er fundin.
Í mörg ár hefur Söngsveitin haldið tónleika á aðventu og jafnan lagt áherslu á að kynna fjölbreytileg verk sem henta til flutnings á aðventu. Í tilefni þess að í vor verða liðin hundrað ár frá fæðingu dr. Róberts Abrahams Ottóssonar, stofnanda kórsins, verða fluttar á þessum tónleikum raddsetningar hans á gömlum sálmalögum . Einnig verða flutt íslensk verk frá ýmsum tímum og er það nýjasta Svalt er á heimsins hjarni eftir Martein H. Friðriksson, sem stjórnaði Söngsveitinni 1976 – 1980. Þá verða á tónleikunum erlend þekkt verk sem tónleikagestir ættu að kunna vel að meta.Fastur liður aðventutónleika Fílharmóníu er að salurinn sameinast í söng með kórnum í nokkrum lögum.
Einsöngvari verður Gissur Páll Gissurarson. Steingrímur Þórhallsson spilar á orgel í nokkrum verkanna og stjórnandi erMagnús Ragnarsson.
Miðar fást hjá kórfélögum, í 12 Tónum á Skólavörðustíg 15 og við innganginn. Miðaverð er 2900 kr. en verð fyrir 12 ára og yngri er 1000 kr.