Best WordPress Theme based on Material Design - Materialize is a freemium WordPress theme developed by myThem.es

Stjórnandinn

 

MagnusMagnús Ragnarsson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Tónlistarháskólann í Gautaborg. Þá stundaði hann framhaldsnám í kórstjórn hjá Stefan Parkman við Háskólann í Uppsölum. Magnús starfar sem organisti í Langholtskirkju og stjórnar Kór Langholtskirkju, sem er 32 manna kór með menntuðum tónlistarmönnum. Hann hefur stjórnað Söngsveitinni Fílharmóníu frá janúar 2006, Hljómeyki árin 2006–2012 og Melodiu-Kammerkór Áskirkju 2007-2017.  Hann kennir kórstjórn við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands og starfar sem kórstjóri við Íslensku Óperuna. Hann hefur stjórnað ballettum og kammeróperum, stjórnað Lutoslawski-Fílharmóníuhljómsveitinni í Póllandi og átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Magnús hefur unnið til verðlauna með kórunum sínum í Florilège Vocal de Tours, Llangollen í Wales, Flórens og Arezzo á Ítalíu og Béla Bartok-kórakeppninni í Ungverjalandi þar sem hann fékk sérstök verðlaun fyrir besta flutning á nútímaverki.  Hann var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015 fyrir flutning á Þýsku sálumessunni eftir Brahms og 2016 var hljómdiskur Melodiu undir hans stjórn tilnefndur sem plata ársins.

Sími: 698 9926
Netfang: magnus.ragnarsson @ gmail.com