Fyrstu tónleikar starfsárs Söngsveitarinnar Fílharmóníu verða í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 30. október 2011 kl. 20.

hausttonleikar500b

Fyrir hlé verður flutt Jazzmessa fyrir kór og jazzkvartett eftir litháíska tónskáldið Vytautas Miškinis. Verkið var frumflutt á alþjóðlegu kóraráðstefnunni í Kaupmannahöfn 2008 og vakti mikla lukku. Síðan þá hefur messan verið flutt víða um heim og hljómar nú í fyrsta skipti á Íslandi. Verkið er í sex þáttum og blandar höfundurinn saman ólíkum stílum, meðal annars lítháískum þjóðlögum, rokki, afrískum söngvum og gospeltónlist. Miškinis hefur verið mjög afkastamikið tónskáld og samið rúmlega hundrað mótettu, tíu messur og nokkur veraldleg verk. Hann kennir kórstjórn bæði í Litháen og víða um heim og er listrænn stjórnandi litháísku kórahátíðarinnar.

 

Eftir hlé verður flutt tónlist eftir bandaríska tónskáldið George Gershwin. Hann er ekki síst þekktur fyrir að hafa blandað saman klassískri tónlist og jazz á mjög áhrifaríkan hátt. Hann hefur samið margar grípandi laglínur sem hafa hljómað á óteljandi vegu í marga áratugi.

 

 

Einsöngvarar eru Valdís G. Gregory og Einar Clausen. Þrír píanistar koma fram á tónleikunum, þau Guðríður St. Sigurðardóttir, Árni Heiðar Karlsson og Daði Sverrisson. Þorgrímur Jónsson spilar á kontrabassa og Matthías Hemstock á slagverk. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.