Söngsveitin efndi til samkeppni meðal félaga sinna og aðstandenda þeirra um nýtt merki kórsins fyrir 50 ára afmælisár kórsins. Fjöldi góðra tillagna barst en hlutskörpust var sú sem hér sést, merki hannað af Birgittu Sif Jónsdóttur sem var opinberlega sýnt á auglýsingum og tónleikaskrá fyrir aðventutónleikana í vetur. Henni er þakkað kærlega fyrir framlag sitt.

Í merkinu leikur Birgitta sér með hið sígilda tákn tónlistarinnar, hörpuna, sem hér er full af lífi og hreyfingu. Ef vel er gáð má sjá syngjandi kórfélaga með nótnabækur sínar, í líki hörpustrengjanna.

Birgitta býr og stundar nám í Bretlandi og má sjá fleiri dæmi um verk hennar hér. Birgitta Sif er dóttir Ragnheiðar Guðmundsdóttur sem syngur altrödd í kórnum.