Nú er jólaleyfi að baki og Söngsveitin byrjuð að æfa aftur. Fyrsta æfing þessrar annar var mánudaginn 9.janúar og var það jafnframt fyrsta æfing á Hringadróttinssinfóníunni eftir Howard Shore.

Söngsveitin syngur þetta stórbrotna verk ásamt kór Áskirkju, Hljómeyki, Stúlknakór Reykjavíkur og fleiri kórsöngvurum og eru þátttakendur því samtals yfir 150 talsins.

Flestir hafa hlustað á og stúderað verkið yfir jólin, svo sem í heimahúsum, bílnum, í vinnunni og í ræktinni, með öðrum orðum hvenær sem tækifæri gefst, og eru allir fullir tilhlökkunar að taka þátt í þessu stóra verkefni með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu 16. og 17. febrúar næstkomandi og er nú hver síðastur að ná sér í miða enda bara örfá sæti laus!