8.nóvember kl.20:00 í Áskirkju
9.nóvember kl.17:00 í Áskirkju

Hausttónleikar Fílharmóníu verða að þessu sinni helgaðir Klezmertónlist. Síðast hélt kórinn Klezmertónleika árið 2008 og nýtur sem fyrr liðsinnis systkinanna Ragnheiðar og Hauks Gröndal. Ragnheiður sér um einsöng og Haukur fer fyrir Þjóðlagasveit sinni „Skuggamyndir frá Býsans“. Stjórnandi Fílharmóníu er Magnús Ragnarsson.

Haldnir verða tvennir tónleikar í Áskirkju. Þeir fyrri verða föstudaginn 8. nóvember kl. 20 og þeir seinni daginn eftir, 9. nóvember, kl. 17.

Hægt er að tryggja sér miða á 2.500 kr. í forsölu hjá kórfélögum eða í Tólf tónum á Skólavörðustíg. Miðar við innganginn kosta 3.000 kr. Frítt er fyrir 12 ára og yngri.