Vetrarstarfið fer vel af stað og nú fer Sveitin í ferðalag!

Laugardaginn 28. september liggur leiðin í Mýrdalinn þar sem sungnir verða tónleikar í Skeiðflatarkirkju kl. 16. Kórinn mun hafa stutta viðkomu í Sögusetrinu á Hvolsvelli, skoða Njálurefilinn og taka lagið fyrir saumafólkið! Þá kemur kórinn við á Skógum, skoðar byggðasafnið og tekur lagið í kirkjunni.  Það eru mörg verkefnin sem kórin tekur þátt í og hér má sjá brot af því sem á dagskránni er fram til áramóta.

  • Í október tekur Söngsveitin þátt í söngdagskrá í Hörpunni sem Landsamband blandaðra kóra stendur fyrir. Þar mun kórinn syngja, einn og með öðrum kórum í Norðurljósum og Eldborgarsal.
  • Flutt verður klezmertónlist í Áskirkju ásamt Ragnheiði Gröndal og hljómsveit Hauks Gröndal í nóvember.
  • Kórinn mun að sjálfsögðu syngja inn jólafriðinn í desember, í Kristskirkju fyrir jól og í Háteigskirkju milli jóla og nýárs.
Nánari dagskrá birtist síðar.