Söngsveitin Fílharmónia getur bætt við sig karlaröddum. Verkefni starfsársins eru mörg og fjölbreytt, m.a. Sálumessa Brahms nú í október, jólatónleikar og Theresiumessa Haydns ásamt Sinfóníhljómsveit áhugamanna í mars. Með vorinu verður lögð áhersla á nýlega kórtónlist.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við kórstjórann, Magnús Ragnarsson í síma 6989926 eða á netfangið magnus.ragnarsson(hjá)gmail.com