Næstu tónleikar Fílharmóníu verða í Selfosskirkju laugardaginn 26. apríl kl. 17.  Þar mun kórinn flytja fjölbreytta efnisskrá sem einnig verður flutt í kórakeppni í Llangollen í Wales í júlí.Efnisskráin samanstendur af ýmsum verkum íslenskra og erlendra tónskálda, svo sem eftir Ola Gjeilo, Z. Randall Stoope, Báru Grímsdóttur og Hreiðar Inga Þorsteinsson svo fátt eitt sé nefnt. Aðgangseyrir er 2000 kr.