Kammerkór Seltjarnarneskirkju, Kór Neskirkju, Söngfjelagið, Dómkórinn og Söngsveitin Filharmónía ætla að bjóða upp á hressilega tónleikaveislu laugardaginn 28. febrúar í Seltjarnarneskirkju klukkan 17.
Flutt verða verk frá barokktímanum til dagsins í dag, íslensk verk í bland við verk frá Eistlandi, Svíþjóð, Japan og Bandaríkjunum. Hver kór syngur sér og síðan syngja allir fimm kórarnir saman í lokin.
Þessi magnaði tónlistarkokteill kostar aðeins 1.000 kr. Miðasala verður við innganginn í Seltjarnarneskirkju. Hlökkum til að gleðjast með ykkur á góunni!