Kórinn heldur tvenna jólatónleika í Landakotskirkju, miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. desember, kl. 20 báða dagana. Flutt verða sígild jólalög í bland við nýrri verk og verður dagskráin í senn hátíðleg og fjörgug. Bassasöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson syngur einsöng, en hann var útnefndur Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á þessu ári fyrir frammistöðu sína í Don Carlo hjá Íslensku óperunni. Eins og undanfarin ár leikur Sophie Schoonjans hörpuleikari bæði einleik og með kórnum, og tónleikagestum gefst færi á að taka þátt í almennum söng. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.
Miðaverð á tónleikana er 3000 kr. í forsölu og 3500 kr. á staðnum. Forsölumiða er hægt að kaupa hjá kórfélögum eða á facebook-síðu kórsins.