Rheinberger verður í góðum félagsskap 14. nóvember

14. nóvember næstkomandi flytur kórinn dásamlega fallega messu í Es dúr sem Joseph Rheinberger samdi fyrir tvöfaldan kór. Rheinberger var undrabarn í tónlist og aðeins 7 ára gamall var hann organisti í kirkju í sínum heimabæ í Lichtenstein. Ásamt messunni munum við færa áheyrendum verk eftir Rachmaninoff, Villette og Þorvald Örn Davíðsson.

Tónleikarnir hefjast kl 20 í Langholtskirkju. Miðasala fer fram við innganginn á tónleikadag, á Facebook síðu kórsins og hjá söngfélögum. Miðaverð er kr. 2000.