Þann 28. febrúar kl. 20:00 í Norðurljósum í Hörpu, flytur Söngsveitin Fílharmónía eitt mesta stórvirki kórbókmenntanna, Ein deutsches Requiem eftir Johannes Brahms. Einsöngvarar eru Kristinn Sigmundsson og Hallveig Rúnarsdóttir. Verkið er flutt í útsetningu fyrir tvö píanó og pákur. Um píanóleik sjá þær Guðríður St. Sigurðardóttir og Brynhildur Ásgeirsdóttir. Pákuleikari er Eggert Pálsson.
Söngsveitin flutti verkið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói vorið 2008, í söngför til Wrochlaw í Póllandi sama ár og nú síðast árið 2014 í Langholtskirkju. Fyrir þann flutning hlaut kórinn tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónlistarviðburð ársins.

Miðaverð: 4500 kr. og fer miðasala fram á vef Hörpu.
https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/thysk-salumessa-eftir-brahms-songsveitin-filharmonia/