Söngsveitin Fílharmónía heldur hausttónleika sína í Langholtskirkju föstudaginn 26. október kl. 20. Á efnisskránni eru fjölbreytt verk að vanda en þar má meðal annarra nefna The Conversion of Saul eftir Zane Randall Stroope, sem kórinn hefur flutt nokkrum sinnum við góðan orðstír. Hér má sjá kórinn flytja verkið í kórakeppni í Wales 2014:

Auk þess flytur kórinn tvö íslensk verk, Fenja Úhra eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Kvölda tekur, sest er sól í útsetningu kórstjórans, Magnúsar Ragnarssonar.

Fleiri spennandi verk eru á dagskrá og er tilvalið að koma og hlýja sér við fallega tóna í haustmyrkrinu.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.