Vormisserið 2019 var helgað Requem eftir Wolfgang Amadeus Mozart sem Söngsveitin Fílharmónía flutti fyrir fullu húsi í Hofi á Akureyri og Langholtskirkju í Reykjavík ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kammerkór Norðurlands og einvala liði einsöngvara: Garðari Thór Cortes, Hönnu Dóru Sturludóttur, Ágústi Ólafssyni og Helenu Guðlaugu Bjarnadóttur. Um tónsprotann hélt finnski hljómsveitarstjórinn Anna Maria Hellsing, sem er eftirsótt um allan heim þessi árin og heillaði bæði flytjendur og áhorfendur upp úr skónum.
Söngsveitin Fílharmónía hefur átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands að undanförnu, meðal annars við uppfærsluna á fyrstu tveimur kvikmyndunum úr Lord of the Rings-þríleiknum í Hörpu með lifandi tónlist. Gaman var að fylgja því vel heppnaða verkefni eftir með flutningi á sálumessu Mozarts, einni af skærustu perlu tónbókmenntanna, og aldrei að vita nema framhald verði á samstarfinu.