Söngsveitin Fílharmónía flytur hið stórbrotna tónverk Stabat Mater eftir Antonín Dvorák í Langholtskirkju þann 17. mars 2024. Til að flytja verkið hefur söngsveitin fengið til liðs við sig píanóleikarann Elena Postum og fjóra einsöngvara, þau Hallveigu Rúnarsdóttur, Hildigunni Einarsdóttur, Gissur Pál Gissurarson og Odd Arnþór Jónsson. Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson.

Miðasala á tix.is