Söngsveitin Fílharmónía og Hljómsveitin Mandólín leiða saman hesta sína á ný og halda tónleika í Langholtskirkju föstudaginn 10. október kl. 20.00.

Sveitirnar léku síðast saman á tónleikum í Tjarnarbíó við 2016 við frábærar undirtektir gesta og gangandi og er sannarlega kominn tími á að leikurinn verði endurtekinn.

Dagskráin er á léttum nótum en verður þó fjölbreytt og spannar allt frá íslenskum barnalögum til Klezmer-tónlistar og auk gamalla kunningja frá fyrri tónleikum.

Miðar eru seldir við innganginn og kostar 3500 kr inn en 2500 fyrir eldri borgara og öryrkja. Frítt fyrir 14 ára og yngri.