Söngsveitin Fílharmónía syngur inn jólin í Kristskirkju fimmmtudaginn 12.desember kl 20. Á efnisskránni er fjölbreytt hátíðartónlist m.a. eftir Báru Grímsdóttur, Magnús Ragnarsson, Berlioz og Rachmaninoff.
Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson og mun hann einnig leika á orgel kirkjunnar. Gestastjórnandi á tónleikunum er Sigurður Árni Jónsson.
Miðaverð á tónleikana er 2000 kr og fást miðar hjá kórfélögum, í 12 Tónum Skólavörðustíg og í safnaðarheimili kirkjunnar, rétt fyrir tónleika. Frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Komum saman í Kristskirkju 12. desember, eigum notalega stund og fögnum hátíðinni.
Fílharmónía lætur sér ekki nægja tónleikahald í upphafi jólahátíðar heldur blæs hún einnig til sannkallaðrar jólagleði á jólatónleikum í Háteigskrikju laugardaginn 28. desember kl. 20. Þar koma fram ásamt kórnum, Benedikt Kristjánsson, tenór og Sophie Marie Schoonjans, hörpuleikari. Á tónleikunum verða m.a. flutt verk eftir Oliver Kentish og Jórunni Viðar.
Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.
Miðaverð er eins og áður 2000 kr og fást miðar hjá kórfélögum, í 12 Tónum Skólavörðustíg og í