Söngsveitin Fílharmónía tekur þátt í kóramóti Landssambands blandaðra kóra í Hörpu, helgina 18.-20.október 2013. Þar munu 24 kórar syngja fyrir gesti og gangandi í Norðurljósum og víðsvegar um húsið.
Laugardagur
Á laugardeginum er mikið um að vera í húsinu öllu, þegar kórarnir skiptast á að syngja eigin dagskrá. Röðin kemur að okkur kl.14:00 í Norðurljósum.
Aðgangur er ókeypis.
Sunnudagur
Á sunnudeginum kl. 15 verða sameiginlegir hátíðartónleikar í Eldborg. Þá koma 900 söngvarar fram og syngja saman UPPHAF, lag Hreiðars Inga Þorsteinssonar við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur, íslensk kórlög og sænskt kórverk undir stjórn Robert Sund. Fílharmónía kemur einnig fram á tónleikunum í Elborg með eigin dagskrá; Cloudburst eftir bandaríska tónskáldið Eric Whittacre. Miða á hátíðartónleikana má nálgast hér.
Upplýsingar um kórahátíðina á vef Hörpu má sjá hér.