Æfingar á sívinsælu verki Carl Orff Carmina Burana standa yfir. Sjá um væntanlega tónleika í Eldborg:
http://www.sinfonia.is/ tonleikar/2013/2/7/nr/1974
Tónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu í Kristskirkju Landakoti
27. desember kl. 20.00
Söngsveitin heldur jólatónleika á þriðja degi jóla þann 27. desember kl. 20.00. Á efnisskránni eru jólalög af ýmsu tagi m.a. þjóðlagið Hátíð fer að höndum ein í útsetningu Jóns Ásgeirssonar, Ave María Sigvalda Kaldalóns, gömul erlend lög eins og Hin fegursta rósin er fundin og franska 16. aldar lagið Opin standa himins hlið. Þá syngur kórinn Ave Maria eftir Caccini með styrku liðsinni einsöngvarans, Hallveigar Rúnarsdóttur sópran en hún flytur Ecco aríu úr Jólaóratóríu Bach með organistanum Steingrími Þórhallssyni en öllu saman stjórnar Magnús Ragnarsson.
Hátíðabragur verður yfir stundinni í Kristskirkju á þriðja í jólum og kjörið tækifæri fyrir tónleikagesti að fá hvíld og öðlast hugaró eftir annasama aðventuna, góð og gleðileg jól.
Miðar verða seldir við innganginn en öruggast er að tryggja sér miða hjá kórfélögum fyrirfram.