Þá er fyrstu tónleikum vetrarins lokið. Jazzmessa Miskinis heppnaðist með ágætum og það sama má segja um tónlist Gerschwin. Einsöngvararnir Valdís og Einar voru frábær og hljómsveitin sömuleiðis. Eftir tónleika snæddum við á veitingastaðnum Uno og allir voru glaðir.
Félagar mættu síðan hressir og kátir á fyrstu æfinguna fyrir aðventutónleika á miðvikudaginn 2.nóvember og sungu jólalög af miklum krafti og gæddu sér á kaffi og piparkökum í hléinu. Ekki amalegt það! Kórstarfið heldur áfram að vera lifandi og skemmtilegt og jólalög lífga heldur betur upp á skammdegið. Kórinn er að komast í jólaskap!