Kórinn heldur árlega jólatónleika sína í Langholtskirkju fimmtudaginn 27. desember kl. 20. Einsöngvari verður Þóra Einarsdóttir og með kórnum leikur tríó skipað píanói, kontrabassa og trompet. Efnisskráin verður í senn hátíðleg og fjörug; frumfluttur verður jólasálmur eftir Arngerði Maríu Árnadóttur og séra Davíð Þór Jónsson en jafnframt verða sungin íslensk þjóðlög og sígild jólalög frá ýmsum löndum. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson. Miðaverð er 3.900 kr. og miðar eru seldir hér: https://tix.is/is/event/7195/jolaljos-songsveitin-filharmonia/