Söngsveitin Fílharmónía blæs til vortónleika 16. apríl kl. 20.00 í Langholtskirkju. Flutt verður tónlist “a capella” eftir tónskáld frá ýmsum Evrópulöndum. Farið verður vítt og breytt um tónlistarstefnur, allt frá síðustu árum endurreisnar til vorra daga og innihalda textarnir gjarnan hugleiðingu um lífið. Yfirskrift tónleikanna „Vindur og vissa“ vísar í ljóð eftir einn kórfélagann, Davíð Hörgdal Stefánsson, þar sem spurningum um lífið og tilveruna er velt upp. Magnús Ragnarsson stjórnandi kórsins samdi lagið við ljóðið sem frumflutt verður á tónleikunum.
Frítt er fyrir börn 14 ára og yngri