Söngsveitin Fílharmónía heldur sína árlegu aðventutónleika laugardaginn 7. desember kl. 17 í Langholtskirkju. 

Flutt verða fjölbreytt aðventu- og jólalög frá ýmsum tímum. Meðal annars verða frumflutt tvö ný jólalög; Kveiki á einu kerti nú eftir Þóru Marteinsdóttur og Allir litlir englar eftir Tryggva M. Baldvinsson sem hann samdi sérstaklega fyrir Söngsveitina Fílharmoníu. 

Einsöngvari á tónleikunum verður Íris Björk Gunnarsdóttir sópran og Elísabet Waage leikur á hörpu.

Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.

Miðasala er á www.tix.is og við innganginn.