38 dagar til jóla – Er farið að huga að jólaskemmtun í þínu fyrirtæki/stofnun?
Þar sem óðum styttist í jólin vill Söngsveitin Fílharmónía vekja athygli á söngþjónustu sinni.
Söngveitin Fílharmónía er stór, blandaður kór sem hefur verið starfandi síðan 1959. Undanfarna áratugi hefur kórinn flutt fjölda verka með Sinfóníuhljómsveit Íslands en einnig haldið sjálfstæða tónleika og flutt fjölbreytta og lifandi dagskrá, svo sem kletzmer-gyðingatónlist og dægurlög í kórútsetningum. Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson.
Fastur liður í starfsemi Fílharmóníunnar eru jólatónleikarnir okkar þar sem kórinn kemur fram með ýmsum einsöngvurum og flytur hátíðlega jólatónlist. Þetta árið munum við halda jólatónleika með söngkonunni Diddú.
Í gegnum árin höfum við boðið fyrirtækjum og stofnunum upp á að fá kórinn sem skemmtiatriði í aðdraganda jóla. Jafnan hefur stjórnandi sett saman minni hópa úr kórnum sem mæta og flytja jólatónlist, hvort sem er hátíðleg verk og hefðbundin eða dægurlagaskotnari tónlist.
Nú erum við farin að taka niður pantanir fyrir komandi jólahátíð og langar af því tilefni að benda þínu fyrirtæki/þinni stofnun á þessa þjónustu.
Hver heimsókn er einstök og gefum við ykkur því verðtilboð eftir því hvert tilefnið er og renna allar greiðslur beint í ferðasjóð kórsins en stefnt er að þátttöku í kórakeppni i Póllandi í júní 2017.
Hafi þitt fyrirtæki/þín stofnun áhuga á jólasöng frá vönu kórfólki er hægt að hafa samband við formann kórsins, Ásdísi Björk Kristjánsdóttur, með töluvupósti (songfilar@gmail.com) eða í gegnum Facebook-síðu okkar, Söngveitin Fílharmónía.
Allar nánari upplýsingar um kórinn sem og tóndæmi má finna á nefndri Facebook-síðu og einnig á heimasíðu kórsins.
Með von um góð viðbrögð,
Stjórn Söngsveitarinnar Fílharmóníu