Söngsveitin Fílharmónía heldur árlega jólatónleika sína í Langholtskirkju, föstudaginn 27. desember kl. 20. Einsöngvari verður Kristinn Sigmundsson og stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson.

Efnisskráin verður í senn hátíðleg og fjörug; íslensk þjóðlög og sígild jólalög frá ýmsum löndum. Eftir tónleikana verður boðið upp á jólasamsöng, heitt súkkulaði og smákökur.

Miðaverð er kr 3.900 og hægt er að kaupa miða hér:

https://tix.is/is/event/9186/jolatonleikar-songsveitarinnar-filharmoniu/

Einnig er hægt að kaupa gjafabréf fyrir miðum á tónleikana með því að senda tölvupóst á songsveitin@filharmonia.is eða hafa samband í Facebook skilaboðum.