KAFLI I – UM SÖNGSVEITINA
- gr.
Félagið heitir Söngsveitin Fílharmónía (á ensku: The Philharmonic Choir of Iceland). Heimili
þess er í Reykjavík. - gr.
Tilgangur félagsins er að annast flutning tónverka fyrir blandaðan kór, með eða án
hljómsveitar. - gr.
Félagið leitast við að fylgja eftirfarandi jafnréttisstefnu:
• Söngsveitin Fílharmónía er blandaður kór fólks af öllum kynjum og lýtur lögmálum
hefðbundins fjölradda kórs sem leggur áherslu á flutning klassískra kórverka.
• Að undirgengnu raddprófi hjá kórstjóra ræðst boð um þátttöku í kórnum á því hvort laust
pláss sé fyrir viðkomandi raddgerð.
• Kórinn hefur þá stefnu að viðhalda jafnrétti kórfélaga til þátttöku í starfsemi kórsins og
jöfnum tækifærum kórfélaga og þeirra sem koma að starfsemi kórsins og flutningi
tónlistarviðburða sem skipulagðir eru á hans vegum, óháð kyni, kynþætti, þjóðerni,
trúarskoðunum, fötlun, kynhneigð, kynvitund, lífsskoðunum eða menningu.
• Leitast skal við að jafnvægi sé milli kynja í stjórn og nefndum kórsins.
• Jafnréttisstefnan nær til allrar starfsemi Söngsveitarinnar Fílharmóníu. - gr.
Allt starf félagsins skal grundvallast á virðingu fyrir umhverfinu og leitast stjórn reglulega við
að fá ráðgjöf um vistvæn vinnubrögð og miðla þeim til kórfélaga.
KAFLI II – FÉLAGSAÐILD
- gr.
Félagsmenn geta þeir orðið sem syngja vilja í kórnum og fá til þess meðmæli söngstjóra að
lokinni raddprófun. Inntaka félaga skal þó jafnan háð samþykki stjórnar. - gr.
Að jafnaði skulu félagar hætta í kórnum á því ári sem þeir verða 60 ára. Veiti söngstjóri
undanþágu skal raddprófa þá árlega upp frá því. Heimilt er að stofna félag eldri kórfélaga í
samráði við stjórn söngsveitarinnar. Í samvinnu við stjórn söngsveitarinnar getur þetta félag
tekið að sér ýmis verkefni í þágu kórsins. - gr.
Ætlast er til að félagsmenn taki þátt í öllum verkefnum hvers starfsárs. Kórinn heldur æfingar
svo oft sem þörf krefur og aðstæður leyfa. Félagar skulu sækja æfingar stundvíslega og
reglulega, vera undirbúnir og með réttar nótur.
Forföll skal tilkynna í samræmi við gildandi fyrirkomulag. Stjórn og söngstjóra er þó heimilt að
veita undanþágu frá æfingaskyldu í einstaka tilvikum og að vissu marki. Stjórn félagsins getur
einnig ákveðið hámarksfjölda leyfilegra forfalla, lögmætra sem ólögmætra, og ber þá að
tilkynna um það í upphafi hvers æfingatímabils.
Stjórn getur tekið ákvörðun um brottvísun úr félaginu vegna alvarlegra brota á þessum
reglum. Dæmi um slík brot eru ítrekuð óstundvísi eða fjarvera frá söngæfingum og/eða
verkefnum, án lögmætra forfalla. Sama gildir um aðra alvarlega háttsemi, innan eða utan
félagsins, sem að mati stjórnar samræmist ekki gildum félagsins.
- gr.
Kórfélagar skulu koma fram af virðingu og kurteisi. Leitast er við að koma í veg fyrir einelti og
hvers kyns ofbeldi og áreitni þ.m.t. kynbundið ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynbundna
áreitni. Kórfélagi sem telur sig verða fyrir einelti, ofbeldi eða áreitni af hendi annara kórfélaga
getur snúið sér til raddformanns, trúnaðarmanns eða formanns eftir því sem við á og skal setja
málið í ferli skv. skilgreiningu á hlutverki trúnaðarmanns.
KAFLI III – AÐALFUNDUR
- gr.
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal haldinn eigi síðar en 1. október
ár hvert og skal til hans boðað með dagskrá með minnst fjórtán daga fyrirvara.
Aðalfundur er lögmætur, sé löglega til hans boðað, án tillits til fundarsóknar. Störf aðalfundar
eru þessi hin helstu:- Formaður setur fundinn og skipar fundarstjóra.
- Fundargerð síðasta er aðalfundar er lesin upp.
- Formaður flytur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
- Ritari leggur fram greinargerð um æfingafjölda og æfingasókn.
- Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
- Lagabreytingar.
- Kosning stjórnar, skoðunarmanna reikninga og fastra nefnda.
- Ákvörðun félagsgjalda fyrir næsta starfsár.
- Önnur mál.
- gr.
Aðalfundur getur samþykkt að félagsmenn skuli greiða gjald í félagssjóð og ákveður upphæð
þess fyrir næsta starfsár. Stjórn er heimilt að veita ákveðnum hópum afslátt af félagsgjöldum
svo sem námsmönnum. Í sérstökum tilvikum getur stjórn félagsins veitt undanþágu frá
greiðslu félagsgjalds. Vanskil á félagsgjöldum geta varðað brottvísun úr félaginu.
KAFLI IV – STJÓRN SÖNGSVEITARINNAR
- gr.
Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi ár hvert, og starfar uns ný stjórn hefur verið kosin. Tveir
skoðunarmenn reikninga eru og kosnir á aðalfundi. Stjórnina skipa fimm kórfélagar: formaður,
varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi.
Skal formaður kosinn sérstaklega, en hinir fjórir í einu lagi. Þá skulu og kosnir í einu lagi þrír
varamenn, er taki við störfum stjórnarmanna, sem forfallast, í þeirri röð sem þeir eru kosnir.
Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum.
Ef ekki er stungið upp á fleirum en kjósa skal, teljast þeir sjálfkjörnir án atkvæðagreiðslu. Allir
kórfélagar eru kjörgengir. - gr.
Störf einstakra stjórnarmanna eru í aðalatriðum þessi:
• Formaður annast öll venjuleg formannsstörf. Hann kallar saman stjórnarfundi, þegar
honum þykir þurfa eða ef tveir aðrir stjórnarmenn óska þess. Hann boðar æfingar sem
ekki eru á reglulegum æfingatíma.
• Varaformaður gegnir formannsstörfum í forföllum formanns. Hann er tengiliður stjórnar
við raddformenn.
• Ritari bókar fundargerðir stjórnarfunda og félagsfunda, þar sem fram komi m.a. allar
formlegar skriftir í þágu félagsins sem honum eru falið af formanni eða stjórnarfundi og
heldur til haga öllum bréfaskriftum og öðrum skjölum félagsins í réttri tímaröð. Hann
sendir einnig út fundarboð til félagsmanna.
• Gjaldkeri innheimtir félagsgjöld, veitir viðtöku öðrum tekjum félagsins og varðveitir sjóði
þess. Hann greiðir og gjöld félagsins samkvæmt reikningum og kvittunum, í samræmi við
ákvarðanir stjórnar eða í samráði við formann. Tekjur allar og gjöld skal hann bókfæra og
hafa ársreikninga tilbúna til endurskoðunar minnst tveimur vikum fyrir aðalfund.
• Meðstjórnandi er tengiliður við nefndir. - gr.
Stjórn félagsins skal undirbúa verkefni Söngsveitarinnar og annast samninga um flutning
þeirra. - gr.
Stjórn félagsins ræður söngstjóra og skal ráðning hans borin undir fund starfandi félaga til
samþykktar. Söngstjóri er listrænn stjórnandi kórstarfsins. Komi upp ágreiningur milli
söngstjóra og stjórnar, er þeir fá ekki jafnað sín á milli, skal skjóta málinu til félagsfundar til
úrskurðar. Skal þess getið í fundarboði að slíkt mál verði lagt fyrir fundinn. Stjórn ræður aðra
starfsmenn, svo sem píanista og raddþjálfara, í samráði við söngstjóra.
KAFLI V – STARFSEMI SÖNGSVEITARINNAR
- gr.
Starfstímabil og reikningsár félagsins er 1. ágúst – 31. júlí. - gr.
Stjórn skal skipa sérstakan trúnaðarmann sem hefur það hlutverk að taka við
kvörtunum/athugasemdum frá kórfélögum um hvers kyns áreitni, ofbeldi, einelti eða annað
ósæmilegt athæfi af hendi annars kórfélaga eða starfsmanna.
Trúnaðarmaður skal koma viðkomandi erindi til skila við stjórn eða kórstjóra eftir því sem við
á, eins fljótt og unnt er.
- gr.
Í byrjun starfstímabils skipar stjórnin fjóra raddformenn, einn fyrir hverja rödd. Eru þeir
tengiliðir sinnar raddar við stjórn og söngstjóra og trúnaðarmenn. Raddformenn styðja við
röddina sem einingu, faglega og félagslega. Stjórn skipar jafnframt mætingastjóra sem boðar
æfingar og heldur fjarvistaskrá í samráði við stjórn og söngstjóra. - gr.
Við byrjun starfstímabils að hausti skal velja skemmtinefnd sem ákveður og sér um
skemmtanir félagsins í samráði við stjórnina. Einnig skal velja fjáröflunarnefnd, sem sér um
öflun auglýsinga, styrktarlína og styrkja í samráði við stjórnina og að skipuleggja fjáröflun í
ferðasjóð kórfélaga.
Stjórn er heimilt að skipa starfsnefndir til tímabundinna verkefna. Eigi þær að starfa lengur en
eitt starfsár, skal staðfesta skipan þeirra og verkefni á aðalfundi, eða kjósa þær að nýju.
Nefndir skulu almennt skipaðar að minnsta kosti einum félaga úr hverri rödd. - gr.
Almenna félagsfundi getur stjórnin kallað saman, þegar henni þykir þurfa. Skylt skal henni að
boða fund skv. 10. gr., svo og þegar minnst þriðjungur félagsmanna óskar þess, og tilgreinir
ástæður. Félagsfundi skal boða með minnst sólarhrings fyrirvara og eru þeir þá lögmætir.
Stjórnin getur þó boðað fund fyrirvaralaust í sambandi við æfingu ef mikið liggur við að taka
ákvörðun er varðar starfsemina.
KAFLI VI – SLIT FÉLAGS
- gr.
Hætti félagið starfsemi sinni, skal boða félagsfund, sem tekur ákvörðun um ráðstöfun eigna
félagsins. Til slíks fundar skal boða á sama hátt og til aðalfundar. - gr.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi, og þarf þá 2/3 hluta greiddra atkvæða til
samþykktar lagabreytinganna. Tillögur til lagabreytinga skulu hafa borist stjórn félagsins sjö
dögum fyrir aðalfund og skulu kynntar félagsmönnum eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund. - gr.
Lög öðlast gildi á aðalfundi 1995.
Breytt á aðalfundi 6.6.2016, 1. gr. breytt (heiti kórsins á ensku).
Breytt á aðalfundi 1.6. 2021.
Breytt á aðalfundi 17.09.2024