Þá er komið að því! Eftir vel heppnuð inntökupróf á sunnudag var komið að fyrstu æfingu vetrarins í kvöld. Nýir sem gamlir félagar mættu á æfingu fullir tillhlökkunar. Það verður aldeilis nóg að gera og gaman hjá okkur í vetur.

Við bjóðum nýja félaga velkomna í kórinn og gamla félaga velkomna aftur!

Kórinn tekur þó enn á móti karlaröddum næstu viku eða svo. Ef þið vitið um frækna kórsöngvara sem hefðu áhuga á að vera með, látið okkur þá vita! –> Magnús Ragnarsson s. 698-9926 ( magnus.ragnarsson@gmail.com)