Kaldalón

Eftir frábæra tónleikaferð á Ísafjörð og Þingeyri og frábæran söngvetur erum við komin í sumarfrí. Ferðin vestur var hin skemmtilegasta en haldnir voru tvennir tónleikar, þeir fyrri í Þingeyrarkirkju og seinni í Ísafjarðarkirkju. Þökkum við þeim sem komum á tónleikana fyrir frábærar viðtökur! Á leiðinni vestur var gert stutt stopp í Kaldalóni sem okkar ástkæra skáld, Sigvaldi, kennir sig við. Skyldustopp fyrir hvern þann kór sem á leið um Vestfirði! 🙂

Við erum nú farin á fullt að undirbúa næsta vetur, sem verður sem fyrr undir styrkri stjórn Magnúsar, en dagskráin verður full af spennandi verkefnum. Munum við birta dagskrána hér á síðunni þegar nákvæmar dagsetningar liggja fyrir.

Gleðilegt sumar kæru vinir!