Söngsveitin Fílharmónía endar starfsárið með sumartónleikaferð til Vestfjarða, en þar heldur kórinn tvenna tónleika, á Þingeyri 3. júní ogÍsafirði 4. júní. Yfirskrift tónleikana er sótt í ljóð Tómasar Guðmundssonar, Enn syngur vornóttin, sem kórinn syngur ásamt öðrum hugljúfum sumarlegum sönglögum, frá Íslandi og Norðurlöndum. Dagskráin verður einnig flutt í Reykjavík, í Áskirkju þriðjudaginn 31. maí kl. 20, og í Skálholti laugardaginn 28. maí klukkan 16. Stjórnandi Söngsveitarinnar er Magnús Ragnarsson.

Miðaverð er 1500 kr, frítt fyrir börn 12 ára og yngri.

Miðar eru seldir við innganginn. (Enginn aðgangseyrir er á tónleikana í Skálholti, en gestum boðið að styrkja kórinn með framlögum).

Skálholt, laugardag 28.maí kl.16
Áskirkja, þriðjudag 31.maí kl. 20
Þingeyrarkirkja, föstudag 3.júní kl.20
Ísafjarðarkirkja, laugardag 4.júní kl.16