Söngsveitin Fíharmónía og Duo Harpverk

Tónleikar í Seltjarnarneskirkju sunnudagskvöldið 21. apríl kl. 20.00

Sunnudaginn næstkomandi þann 21. apríl heldur Söngsveitin Fílharmónía tónleika í Seltjarnarneskirkju kl 20. Leiðarstef þeirra er tími og vatn. Á efnisskránni eru fjölbeytt kórverk, íslensk og erlend. Þau eru t.d. eftir Óliver Kentish, Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Gunnstein Ólafsson og ungt upprennandi tónskáld Gísla Magnússon.Þá verður frumflutt verk eftir stjórnanda kórsins, Magnús Ragnarsson sem ber heitið Tíminn og vatnið og er samið við fyrsta og annað ljóð í bálki Steins Steinars. Af útlendu verkunum ber hæst verkiðCloudburst eftir ameríska tónskáldið Eric Whitacre, sem er nokkurs konar „rokkstjarna“ kórheimsins.

Á tónleikunum kemur jafnframt fram Duo Harpverk með slagverksgjörning. Það er skipað hörpuleikaranum Katie Buckley og slagverksleikaranum Frank Aarnink.

Miðar fást í 12 tónum á Skólavörðustíg, hjá kórfélögum og við innganginn. Þeir kosta kr. 2000,- og hálfvirði er fyrir börn undir 12 ára aldri.

Tónleikarnir verða í Seltjarnarneskirkju (sjá kort) 21. apríl og hefjast klukkan 20. Miðasala er hjá kórfélögum, í 12 tónum og við innganginn. Miðaverð er 2000 kr. en 1000 kr. fyrir börn 12 ára og yngri.