Jólatónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu

Háteigskirkja, laugardaginn 20.desember kl. 20
Kristskirkja við Landakot 29.desember kl. 20

Á jólatónleikunum í ár flytur kórinn íslensk og erlend jólalög í bland við hátíðlega tónlist. Kórinn fær jafnan eðal tónlistarfólk til liðs við sig á jólatónleikum og að þessu sinni er ekki brugðið út af þeim góða vana. Einsöngvari með kórnum á báðum tónleikum er tenórinn Elmar Gilbertsson sem sló eftirminnilega í gegn í óperu Gunnars Þórðarsonar, Ragnheiði. Meðleikari á hörpu er Sophie Schoonjans og stjórnandi er Magnús Ragnarsson.

Miðaverð er 2.400 kr. hjá kórfélögum en 2.900 kr. á midi.is og við innganginn

Jólatónleikar 2014