Söngsveitin Fílharmónía heldur þrenna tónleika í mars og apríl.

Þeir fyrstu verða haldnir í Neskirkju laugardaginn 15.mars kl. 17. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Kór Neskirkju og munu kórarnir koma fram saman og í sitt hvoru lagi. Boðið verður upp á góða blöndu af íslenskum og erlendum kórlögum, gömlum og nýjum. Frítt er inn og allir hjartanlega velkomnir.

Mánudaginn 17.mars kl. 20:30 er komið að tónleikum í Grindvíkurkirkju og eru tónleikarnir liður í Menningarviku bæjarins sem fagnar fjörutíu ára kaupstaðarafmæli á þessu ári. Frítt er inn á tónleikana. Á efnisskránni eru íslensk og erlend kórlög.

Í apríl liggur leið Fílharmóníu austur fyrir fjall er sungnir verða tónleikar í Selfosskirkju laugardaginn 26.apríl kl. 17.