Nú nálgast jólin óðfluga og fyrirtæki og hinir ýmsu hópar líklega að skipuleggja jólagleði í þessum skrifuðu orðum. Fílharmónían býður upp á jólasöng – ljúfa og hressa tóna í bland – á hvers konar skemmtunum og viðburðum!

Næsta sumar heldur kórinn til Flórens og tekur þátt í kórakeppni. Liður í fjáröflun fyrir ferðina er jólasöngur í fyrirtækjum, stofnunum eða aðventu- og jólafundum félagasamtaka hvers konar á höfuðborgarsvæðinu í nóvember og desember.

Hluti af kórnum mætir þá á staðinn hvort sem er í hádeginu, seinnipartinn eða að kvöldi til, en uppsett verð fyrir 15-20 mín söng er kr. 50.000.