Raddprufur verða hjá Söngsveitinni Fílharmóníu sunnudaginn 2. september 2018.

Fjölbreytt verkefni eru fram undan: hausttónleikar með nýlegum kórverkum, jólatónleikar og Requiem eftir Mozart í dymbilvikunni. Æft er á þriðjudögum kl. 19 til 22 í Langholtskirkju.  Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu eru beðnir að hafa samband við Magnús Ragnarsson kórstjóra í s. 698 9926.