Fílharmónían söng Hringadróttinssögu – Hilmir snýr heim, á fimmtudag og föstudag fyrir fullri Eldborg. Við höfum nú sungið allar myndirnar um Fróða og félaga, auk Hringadróttinssinfóníunnar.

Þetta hefur verið meiriháttar ferðalag sem spannar 10 ár í allt og gengið súpervel í öll skiptin. Við þökkum Senu og SinfóNord innilega fyrir gott samstarf, sem og Álfheiði Björgvinsdóttur og flotta barnakórnum hennar. 👏 Nú bíðum við bara eftir að Hobbitinn verði settur upp á sama hátt.