Árlegir jólatónleikar Fílharmóníunnar verða haldnir laugardaginn 6. desember kl. 17.00 í Langholtskirkju.
Dagskráin er af fjölbreyttum toga og spannar bæði klassísk jólalög og nýleg. Þá verður frumflutt nýtt jólalag eftir Tryggva M Baldvinsson, Alltaf þegar eru jól.
Sem áður fyrr er það fegurðin og notalegheitin sem svífa yfir vötnum á jólatónleikum Fílharmóníunnar og munu tónleikarnir ylja fólki um hjartarætur og fylla sálarró í aðdraganda jóla.
Einsöngvari er Jóhann Kristinsson og Elísabet Waage leikur undir á hörpu. Magnús Ragnarsson stjórnar
Aðgangseyrir er 3900 kr. en 2900 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja. Frítt inn fyrir 14 ára og yngri.
Miðasala er á tix.is en einnig verða miðar seldir við innganginn.

