Inntökupróf fyrir Söngsveitina Fílharmóníu verða haldin sunnudaginn 31. ágúst kl. 13.00 í Langholtskirkju.
Viðburðarík dagskrá er hjá Fílharmóníunni komandi vetur. Þar má nefna hausttónleika, ásamt hljómsveitinni Mandólín; þátttöku á tónleikum Todmobile – Ég heyri raddir; og síðast en ekki síst þátttöku á flutningi “1000 manna Sinfóníunnar” eftir Gustav Mahler á Listahátíð 2026.
Kórinn getur bætt við sig nokkrum nýjum röddum og eru því öll áhugasöm eindregið hvött til þess að mæta í raddprufur.