Stabat Mater í Langholtskirkju 17. mars kl. 20.00

Söngsveitin Fílharmónía flytur hið stórbrotna tónverk Stabat Mater eftir Antonín Dvorák í Langholtskirkju þann 17. mars 2024. Til að flytja verkið hefur söngsveitin fengið til liðs við sig píanóleikarann Elena Postum og fjóra einsöngvara, þau Hallveigu Rúnarsdóttur, Hildigunni Einarsdóttur, Gissur Pál Gissurarson og Odd Arnþór Jónsson. Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson.

Miðasala á tix.is

Aðventutónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu í Langholtskirkju, laugardaginn 2. desember

Þann 2. Desember kl. 17.00 heldur Söngsveitin Fílharmónía aðventutónleika í Langholtskirkju ásamt sópransöngkonunni Bryndísi Guðjónsdóttur og Elísabet Waage hörpuleikara. Á tónleikunum mun hljóma fjölbreytt aðventu- og jólatónlist frá ýmsum löndum og tímabilum og frumflutt verður verkið “Koma jól?”eftir Tryggva M. Baldvinsson sem hann samdi sérstaklega fyrir kórinn.

Miðasala á tix.is

Messa Heilagrar Sesselju

Söngsveitin Fílharmónía ásamt hljómsveit og einsöngvurum flytur Messu heilagrara Sesselju eftir Joseph Haydn þann 21. Október kl. 17.00 í Langholtskirkju. Einsöngvarar verða Herdís Anna Jónasdóttir, Kristín Sveinsdóttir, Eggert Reginn Kjartansson og Unnsteinn Árnason. Konsertmeistari er Páll Palomares og stjórnandi er Magnús Ragnarsson

Miðasala á tix.is

Raddpróf haustið 2023

Söngsveitin Fílharmónía heldur raddpróf fyrir áhugasama söngfugla þann 28. ágúst kl. 18, í Langholtskirkju. 📣

Ekki er þörf á að gera boð á undan sér, bara mæta.

Framundan er spennandi vetur með fjölbreyttum verkefnum en þar má nefna Sesseljumessu eftir Haydn, jólatónleika, Stabat mater eftir Dvorak, Harry Potter með Sinfóníuhljómsveit Íslands og upptökur á íslenskri kórtónlist.

Æft er í Langholtskirkju á þriðjudögum kl. 19 – 22. Aldursbil er 20 til 60 ára.

Öll velkomin!