Best WordPress Theme based on Material Design - Materialize is a freemium WordPress theme developed by myThem.es

Tónleikar framundan

Tónleikadagskrá Söngsveitarinnar Fílharmóníu vorið 2014

Laugardagur 15.mars:
Tónleikar í Neskirkju ásamt kirkjukórnum þar.
Tónleikar hefjast kl. 17

Mánudagur 17.mars
Tónleikar í Grindavíkurkirkju kl. 20:30

Laugardagur 26.apríl
Tónleikar í Selfosskirkju kl. 17.

Helgin 16.-18.maí
Tónleikar á laugardeginum í Siglufjarðarkirkju og á sunnudeginum í Akureyrarkirkju ásamt kirkjukórnum þar.

Fimmtudagur 5. júní
Tónleikar í Háteigskirkju.

 

Gleðilegt ár

Söngsveitin Fílharmónía þakkar liðið söngár og tekur fagnandi á móti því nýja. Haustið hófst með skemmtilegri  ferð í Mýrdalinn með viðkomu í Sögusetrinu á Hvolsvelli og Byggðasafninu á Skógum. Sungnir voru tónleikar í Skeiðflatarkirkju og tekið hús á heiðurshjónunum og fyrrum félögum þeim Guðmundi og Önnu.  Í október tók Fílharmónía þátt í fjölmennri kórahátíð í Hörpu.  Auk þess að koma fram með öðrum þátttökukórum á aðaltónleikum hátíðarinnar söng kórinn eigin dagskrá í Norðurljósum og Eldborg.  Kórinn hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína á hátíðinni.  Venju samkvæmt voru hausttónleikar Fílharmóníu vegleg tónlistarveisla.  Að þessu sinnu varð hátíðartónlist gyðinga, klezmertónlist fyrir valinu. Haldnir voru tvennir tónleikar í Áskirkju í nóvember með Þjóðalagasveitinni Skuggar Býsans og hinni frábæru söngkonu Ragnheiði Gröndal.  Aðsókn var góð, gestirnir ánægðir og kórinn í skýjunum. Þá hófust æfingar fyrir aðventu- og jólatónleika. Aðventutónleikarnir voru haldnir í Kristskirkju þann 12. desember og jólatónleikarnir í Háteigskirkju þann 28.desember.  Benedikt Kristjánsson einsöngvari og Sophie Marie Schoonjans hörpuleikari komu fram með kórnum í Háteigskirkju. Þau voru stórkostleg og uppskáru, ásamt kór, mikið lof tónleikagesta. Fjölmargir þeirra höfðu á orði að mikil helgi hefði verið yfir tónleikunum.
Í desember barst jákvætt svar við umsókn Fílharmóníu um þátttöku í kórakeppni og mikilli tónlistarveislu á sumri komanda í Llangollen í Wales. Félagar Fílharmóníu hlakka til keppninnar og hefja undirbúning strax í janúar.

Home

Aðventutónleikar Fílharmóníu – Þú gjörir gleðina mikla

Söngsveitin Fílharmónía syngur inn jólin í Kristskirkju fimmmtudaginn  12.desember kl 20.  Á efnisskránni er fjölbreytt hátíðartónlist m.a.  eftir Báru Grímsdóttur, Magnús Ragnarsson, Berlioz og Rachmaninoff.

Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson og mun hann einnig leika á orgel kirkjunnar. Gestastjórnandi á tónleikunum er Sigurður Árni Jónsson.

Miðaverð á tónleikana er 2000 kr og fást miðar hjá kórfélögum, í 12 Tónum Skólavörðustíg og í safnaðarheimili kirkjunnar, rétt fyrir tónleika. Frítt fyrir börn 12 ára og yngri.

Komum saman í Kristskirkju 12. desember, eigum notalega stund og fögnum hátíðinni.

Fílharmónía lætur sér ekki nægja tónleikahald í upphafi jólahátíðar heldur blæs hún einnig til sannkallaðrar jólagleði á jólatónleikum í Háteigskrikju laugardaginn 28. desember kl. 20. Þar koma fram ásamt kórnum, Benedikt Kristjánsson, tenór og Sophie Marie Schoonjans, hörpuleikari. Á tónleikunum verða m.a. flutt verk eftir Oliver Kentish og Jórunni Viðar.

Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.

Miðaverð er eins og áður 2000 kr og fást miðar hjá kórfélögum, í 12 Tónum Skólavörðustíg og í

anddyri Háteigskirkju á örlítið hærra verði eða 2500 kr. Frítt fyrir börn 12 ára og yngri.

Söngsveitin Fílharmónía syngur Klezmer

8.nóvember kl.20:00 í Áskirkju
9.nóvember kl.17:00 í Áskirkju

Hausttónleikar Fílharmóníu verða að þessu sinni helgaðir Klezmertónlist. Síðast hélt kórinn Klezmertónleika árið 2008 og nýtur sem fyrr liðsinnis systkinanna Ragnheiðar og Hauks Gröndal. Ragnheiður sér um einsöng og Haukur fer fyrir Þjóðlagasveit sinni „Skuggamyndir frá Býsans“. Stjórnandi Fílharmóníu er Magnús Ragnarsson.

Haldnir verða tvennir tónleikar í Áskirkju. Þeir fyrri verða föstudaginn 8. nóvember kl. 20 og þeir seinni daginn eftir, 9. nóvember, kl. 17.

Hægt er að tryggja sér miða á 2.500 kr. í forsölu hjá kórfélögum eða í Tólf tónum á Skólavörðustíg. Miðar við innganginn kosta 3.000 kr. Frítt er fyrir 12 ára og yngri.

Söngsveitin tekur þátt í kórahátíð!

Söngsveitin Fílharmónía tekur þátt í kóramóti Landssambands blandaðra kóra í Hörpu, helgina 18.-20.október 2013. Þar munu 24 kórar syngja fyrir gesti og gangandi í Norðurljósum og víðsvegar um húsið.

Laugardagur
Á laugardeginum er mikið um að vera í húsinu öllu, þegar kórarnir skiptast á að syngja eigin dagskrá. Röðin kemur að okkur kl.14:00 í Norðurljósum.
Aðgangur er ókeypis.

Sunnudagur
Á sunnudeginum kl. 15 verða sameiginlegir hátíðartónleikar í Eldborg. Þá koma 900 söngvarar fram og syngja saman UPPHAF, lag Hreiðars Inga Þorsteinssonar við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur, íslensk kórlög og sænskt kórverk undir stjórn Robert Sund. Fílharmónía kemur einnig fram á tónleikunum í Elborg með eigin dagskrá; Cloudburst eftir bandaríska tónskáldið Eric Whittacre. Miða á hátíðartónleikana má nálgast hér.

Upplýsingar um kórahátíðina á vef Hörpu má sjá hér.