Aðventutónleikar

Þann 27. nóvember 2022, fyrsta sunnudag í aðventu, heldur Söngsveitin Fílharmónía aðventutónleika ásamt Hallveigu Rúnarsdóttur sópransöngkonu og Elísabetu Waage hörpuleikara. Á tónleikunum mun hljóma fjölbreytt aðventu- og jólatónlist frá ýmsum tímum, bæði íslensk og erlend. Meðal annars mun kórinn frumflytja nýtt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson tónskáld. Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson.

Miðasala er á tix.s – smelltu hér til að kaupa miða

Aðventan og jólin

Jólaóratorían eftir Bach er eitt rómaðasta tónverk jólanna og mörgum ómissandi um jólin. Söngsveitin Fílharmonía mun flytja þetta gullfallega verk í Langholtskirkju 28. desember 2022 kl. 20:00, ásamt hljómsveit og einsöngvurunum Írisi Björk Gunnarsdóttur, Hildigunni Einarsdóttur, Benedikt Kristjánssyni og Oddi Arnþóri Jónssyni. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson og konsertmeistari er Páll Palomares.

Miðasala á jólaoratoríuna er hafin á tix.is – smelltu hér til að kaupa miða!

Jólaóratorían segir söguna af fæðingu Jesú á áhrifamikinn og hrífandi hátt með fjörugum kórpörtum, dásamlegum sálmum og gullfallegum einsöngsaríum. Sagan er síðan bundin saman af tónlesi guðspjallamannsins sem Benedikt Kristjánsson mun túlka, en hann hefur hlotið mikið lof um allan heim fyrir túlkun sína á verkum Bachs.

Áður en að þessu öllu kemur mun kórinn halda aðventutónleika, þann 27. nóvember kl 20:00, þar sem kórinn mun flytja fjölbreytta jólatónlist ásamt sópransöngkonunni Hallveigu Rúnarsdóttur.

Miðasala á aðventutónleikana er hafin á tix.is – smelltu hér til að kaupa miða!

Jólatónleikar 2019

Söngsveitin Fílharmónía heldur árlega jólatónleika sína í Langholtskirkju, föstudaginn 27. desember kl. 20. Einsöngvari verður Kristinn Sigmundsson og stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson.

Efnisskráin verður í senn hátíðleg og fjörug; íslensk þjóðlög og sígild jólalög frá ýmsum löndum. Eftir tónleikana verður boðið upp á jólasamsöng, heitt súkkulaði og smákökur.

Miðaverð er kr 3.900 og hægt er að kaupa miða hér:

https://tix.is/is/event/9186/jolatonleikar-songsveitarinnar-filharmoniu/

Einnig er hægt að kaupa gjafabréf fyrir miðum á tónleikana með því að senda tölvupóst á songsveitin@filharmonia.is eða hafa samband í Facebook skilaboðum.