Söngsveitin Fílharmónía heldur raddpróf fyrir nýja félaga í Langholtskirkju þriðjudaginn 30. ágúst nk. kl. 18. Prófið er opið fyrir allar raddir.

Söngsveitin Fílharmónía er blandaður kór og telur um 80 manns. Kórinn tekst á við fjölbreytt verkefni og söng til að mynda nú síðast í hljómleikasýningunni Hringadróttinssögu. Komandi vetrarstarf felur meðal annars í sér jólatónleika, Jólaóratóríuna eftir Bach, vortónleika og Carmina Burana eftir Orff.

Fyrirspurnir sendist á stjórnanda Fílharmóníunnar, Magnús Ragnarsson: magnus.ragnarsson@gmail.com.