Þann 2. Desember kl. 17.00 heldur Söngsveitin Fílharmónía aðventutónleika í Langholtskirkju ásamt sópransöngkonunni Bryndísi Guðjónsdóttur og Elísabet Waage hörpuleikara. Á tónleikunum mun hljóma fjölbreytt aðventu- og jólatónlist frá ýmsum löndum og tímabilum og frumflutt verður verkið “Koma jól?”eftir Tryggva M. Baldvinsson sem hann samdi sérstaklega fyrir kórinn.

Miðasala á tix.is