Messa Heilagrar Sesselju

Söngsveitin Fílharmónía ásamt hljómsveit og einsöngvurum flytur Messu heilagrara Sesselju eftir Joseph Haydn þann 21. Október kl. 17.00 í Langholtskirkju. Einsöngvarar verða Herdís Anna Jónasdóttir, Kristín Sveinsdóttir, Eggert Reginn Kjartansson og Unnsteinn Árnason. Konsertmeistari er Páll Palomares og stjórnandi er Magnús Ragnarsson

Miðasala á tix.is

Raddpróf haustið 2023

Söngsveitin Fílharmónía heldur raddpróf fyrir áhugasama söngfugla þann 28. ágúst kl. 18, í Langholtskirkju. 📣

Ekki er þörf á að gera boð á undan sér, bara mæta.

Framundan er spennandi vetur með fjölbreyttum verkefnum en þar má nefna Sesseljumessu eftir Haydn, jólatónleika, Stabat mater eftir Dvorak, Harry Potter með Sinfóníuhljómsveit Íslands og upptökur á íslenskri kórtónlist.

Æft er í Langholtskirkju á þriðjudögum kl. 19 – 22. Aldursbil er 20 til 60 ára.

Öll velkomin!

Vindur og vissa- á tímaflakki um Evrópu

Söngsveitin Fílharmónía blæs til vortónleika 16. apríl kl. 20.00 í Langholtskirkju. Flutt verður tónlist “a capella” eftir tónskáld frá ýmsum Evrópulöndum. Farið verður vítt og breytt um tónlistarstefnur, allt frá síðustu árum endurreisnar til vorra daga og innihalda textarnir gjarnan hugleiðingu um lífið. Yfirskrift tónleikanna „Vindur og vissa“ vísar í ljóð eftir einn kórfélagann, Davíð Hörgdal Stefánsson, þar sem spurningum um lífið og tilveruna er velt upp. Magnús Ragnarsson stjórnandi kórsins samdi lagið við ljóðið sem frumflutt verður á tónleikunum.

Miðar á tix.is

Frítt er fyrir börn 14 ára og yngri