Söngsveitin Fílharmónía heldur raddpróf fyrir áhugasama söngfugla þann 28. ágúst kl. 18, í Langholtskirkju. 📣

Ekki er þörf á að gera boð á undan sér, bara mæta.

Framundan er spennandi vetur með fjölbreyttum verkefnum en þar má nefna Sesseljumessu eftir Haydn, jólatónleika, Stabat mater eftir Dvorak, Harry Potter með Sinfóníuhljómsveit Íslands og upptökur á íslenskri kórtónlist.

Æft er í Langholtskirkju á þriðjudögum kl. 19 – 22. Aldursbil er 20 til 60 ára.

Öll velkomin!