Söngsveitin Fílharmóna slær upptaktinn að sextíu ára afmælisári sínu með hausttónleikum og samsöng í Seltjarnarneskirkju, laugardaginn 2. nóvember kl. 15. Flutt verða ýmis uppáhaldsverk úr sögu kórsins í bland við nýrri tónlist.

Frá æfingu á fyrsta starfsári kórsins
Á æfingu í Melaskóla á fyrsta starfári, helsta æfingastað kórsins lengi vel.
Róbert A. Ottóson fremst til hægri.

Miðaverð er 1.500 kr., miðapantanir hjá kórfélögum, með skilaboðum á Facebook, og á songsveitin@filharmonia.is, og miðasala við innganginn. Frítt inn fyrir börn og unglinga, 18 ára og yngri.

Að tónleikunum loknum verður afmæliskaffi og samsöngur í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem við vonumst eftir að sem flestir, bæði fyrrverandi kórfélagar og aðrir gestir, taki með okkur nokkur lög og fagni tímamótunum!