Requiem eftir Verdi – frestað

Okkur þykir leitt að tilkynna að kórinn hefur ákveðið að fresta flutningi á Requiem eftir Verdi um óákveðinn tíma vegna smithættu á Covid-19 veirunni. Ný tímasetning verður tilkynnt um leið og hún liggur fyrir. Miðar sem þegar hafa verið keyptir munu færast á nýja dagsetningu. Sjái einhver sér ekki fært að nýta miðana sína þá verður að sjálfsögðu hægt að fá þá endurgreidda með því að hafa samband á info@tix.is.

Tónleikarnir verða glæsilegir – þegar við loksins fáum að halda þá

Requiem eftir Verdi og fleira á vorönn

Söngsveitin Fílharmónía situr ekki aðgerðarlaus þessa vorönnina, frekar en venjulega. 28. febrúar tekur kórinn þátt í aukasýningu á Evitu í Hörpu, í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og með stórkostlegum einsöngvurum. Miðasala á tix.is.

Í tilefni af sextugsafmæli kórsins flytur hann eina rómuðustu sálumessu sem samin hefur verið, Messa da Requiem eftir Giuseppe Verdi, ásamt stórri sinfóníuhljómsveit og glæsilegum hópi einsöngvara: Hallveigu Rúnarsdóttur, sópran, Hildigunni Einarsdóttur, alt, Gissuri Páli Gissurarsyni, tenór og Kristni Sigmundssyni, bassa. Konsertmeistari er Sif Tulinius og stjórnandi Magnús Ragnarsson.

Tónleikarnir verða í Langholtskirkju, sunnudaginn 15. mars kl. 17. Miðaverð er 6.800 kr., 6.000 kr fyrir börn, aldraða og öryrkja. Miðasala á tix.is. Tónleikunum hefur verið frestað til hausts – ný dagsetning verður auglýst sem fyrst.

Um páskana tekur svo við annað samstarfsverkefni með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, en þá er það 9. sinfónía Beethovens, Óðurinn til gleðinnar. Verkið verður flutt í Hofi á Akureyri á skírdag, 9. apríl, og Langholtskirkju 11. apríl. Miðasala enn og aftur á tix.is; fyrir Hof og fyrir Langholtskirkju.

Síðast en alls ekki síst tekur kórinn þátt í tónleikum Andrea Bocelli í Kórnum 23. maí – og miðar á tix.is.