Jólafrí

Aðventutónleikar Söngsveitarinnar eru nú afstaðnir og gengu eins og í sögu. Áheyrendur kunnu að meta kertaljósin og notalegheitin sem, ásamt ljúfum söngnum, fylltu Langholtskirkju sönnum jólaanda. Gissur Páll söng einsöng og heillaði gesti upp úr skónum og Steingrímur Þórhallsson spilaði á orgel og píanó af alkunnri snilld sinni. Kórinn fer því sáttur og sæll í sitt hefðbundna jólafrí, þótt búast megi við að raddböndin verði þanin yfir pottum og pökkum.

Starfið hefst svo aftur af fullum krafti undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar í byrjun nýárs og mun Söngsveitin meðal annars takast á við Hringadróttinssinfóníu Howards Shore, ásamt fleiri kórum og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Síðar mun kórinn heiðra stofnanda Söngsveitarinnar, Róbert Abraham Ottósson, á aldarafmæli hans í vor. Kórinn er fullur tilhlökkunar og ljóst að 2012 verður fullt af nýjum ævintýrum og áskorunum.

Söngsveitin Fílharmónía óskar landsmönnum innilega gleðilegra jóla og farsæls nýárs. Við þökkum fyrir árið sem er að líða og allar góðu stundirnar sem við höfum átt með tónleikagestum, vinum, samstarfsfólki og hvert öðru.

Aðventutónleikar – Hin fegursta rósin er fundin

Sunnudaginn 11. des. kl. 17.00 og

þriðjudaginn 13. desember kl. 20.00

verða í Langholtskirkju hinir árlegu aðventutónleikar okkar og í ár hefur þeim verið valin yfirskriftin  Hin fegursta rósin er fundin.

Í mörg ár hefur Söngsveitin haldið tónleika á aðventu og jafnan lagt áherslu á að kynna fjölbreytileg verk sem henta til flutnings á aðventu. Í tilefni þess að í vor verða liðin hundrað ár frá fæðingu dr. Róberts Abrahams Ottóssonar, stofnanda kórsins, verða fluttar á þessum tónleikum raddsetningar hans á gömlum sálmalögum . Einnig verða flutt íslensk verk frá ýmsum tímum og er það nýjasta Svalt er á heimsins hjarni eftir Martein H. Friðriksson, sem stjórnaði Söngsveitinni 1976 – 1980.  Þá verða á tónleikunum erlend þekkt verk sem tónleikagestir ættu að kunna vel að meta.Fastur liður aðventutónleika Fílharmóníu er að salurinn sameinast í söng með kórnum í nokkrum lögum.

Einsöngvari verður Gissur Páll Gissurarson. Steingrímur Þórhallsson spilar á orgel í nokkrum verkanna og stjórnandi erMagnús Ragnarsson.

Miðar fást hjá kórfélögum, í 12 Tónum á Skólavörðustíg 15 og við innganginn. Miðaverð er 2900 kr. en verð fyrir 12 ára og yngri er 1000 kr.

 

Söngsveitin komin í jólaskap…

Þá er fyrstu tónleikum vetrarins lokið. Jazzmessa Miskinis heppnaðist með ágætum og það sama má segja um tónlist Gerschwin. Einsöngvararnir Valdís og Einar voru frábær og hljómsveitin sömuleiðis. Eftir tónleika snæddum við á veitingastaðnum Uno og allir voru glaðir.

Félagar mættu síðan hressir og kátir á fyrstu æfinguna fyrir aðventutónleika á miðvikudaginn 2.nóvember og sungu jólalög af miklum krafti og gæddu sér á kaffi og piparkökum í hléinu. Ekki amalegt það! Kórstarfið heldur áfram að vera lifandi og skemmtilegt og jólalög lífga heldur betur upp á skammdegið. Kórinn er að komast í jólaskap!

Jazzmessa og tónlist eftir Gershwin í Hörpu

Fyrstu tónleikar starfsárs Söngsveitarinnar Fílharmóníu verða í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 30. október 2011 kl. 20.

Fyrir hlé verður flutt Jazzmessa fyrir kór og jazzkvartett eftir litháíska tónskáldið Vytautas Miškinis. Verkið var frumflutt á alþjóðlegu kóraráðstefnunni í Kaupmannahöfn 2008 og vakti mikla lukku. Síðan þá hefur messan verið flutt víða um heim og hljómar nú í fyrsta skipti á Íslandi. Verkið er í sex þáttum og blandar höfundurinn saman ólíkum stílum, meðal annars lítháískum þjóðlögum, rokki, afrískum söngvum og gospeltónlist. Miškinis hefur verið mjög afkastamikið tónskáld og samið rúmlega hundrað mótettu, tíu messur og nokkur veraldleg verk. Hann kennir kórstjórn bæði í Litháen og víða um heim og er listrænn stjórnandi litháísku kórahátíðarinnar.

Eftir hlé verður flutt tónlist eftir bandaríska tónskáldið George Gershwin. Hann er ekki síst þekktur fyrir að hafa blandað saman klassískri tónlist og jazz á mjög áhrifaríkan hátt. Hann hefur samið margar grípandi laglínur sem hafa hljómað á óteljandi vegu í marga áratugi.

Einsöngvarar eru Valdís G. Gregory og Einar Clausen. Þrír píanistar koma fram á tónleikunum, þau Guðríður St. Sigurðardóttir, Árni Heiðar Karlsson og Daði Sverrisson. Þorgrímur Jónsson spilar á kontrabassa og Matthías Hemstock á slagverk. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.

 

Jazzmessa og tónlist eftir Gershwin í Hörpu

Fyrstu tónleikar starfsárs Söngsveitarinnar Fílharmóníu verða í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 30. október 2011 kl. 20.

hausttonleikar500b

Fyrir hlé verður flutt Jazzmessa fyrir kór og jazzkvartett eftir litháíska tónskáldið Vytautas Miškinis. Verkið var frumflutt á alþjóðlegu kóraráðstefnunni í Kaupmannahöfn 2008 og vakti mikla lukku. Síðan þá hefur messan verið flutt víða um heim og hljómar nú í fyrsta skipti á Íslandi. Verkið er í sex þáttum og blandar höfundurinn saman ólíkum stílum, meðal annars lítháískum þjóðlögum, rokki, afrískum söngvum og gospeltónlist. Miškinis hefur verið mjög afkastamikið tónskáld og samið rúmlega hundrað mótettu, tíu messur og nokkur veraldleg verk. Hann kennir kórstjórn bæði í Litháen og víða um heim og er listrænn stjórnandi litháísku kórahátíðarinnar.

 

Eftir hlé verður flutt tónlist eftir bandaríska tónskáldið George Gershwin. Hann er ekki síst þekktur fyrir að hafa blandað saman klassískri tónlist og jazz á mjög áhrifaríkan hátt. Hann hefur samið margar grípandi laglínur sem hafa hljómað á óteljandi vegu í marga áratugi.

 

 

Einsöngvarar eru Valdís G. Gregory og Einar Clausen. Þrír píanistar koma fram á tónleikunum, þau Guðríður St. Sigurðardóttir, Árni Heiðar Karlsson og Daði Sverrisson. Þorgrímur Jónsson spilar á kontrabassa og Matthías Hemstock á slagverk. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.